ITA óskar eftir myndum frá jarðgöngum og jarðgangagerð

Sælir kæru félagar og gleðilegt nýtt ár!

Nú er um að gera að finna fram helstu glansmyndir sem þið eigið í ykkar fórum af íslenskum jarðgöngum og/eða jarðgangagerð:

ITA óskar eftir myndum frá jarðgöngum og jarðgangagerð.

Á komandi ári, 2024 heldur Alþjóðlega jarðgangafélagið (ITA) upp á 50 ára afmæli félagsins. Í því tilefni á meðal annars að gera bækling um sögu ITA. Sumir gætu munað eftir svipuðum bæklingi sem gerður var 1999 fyrir 25 ára afmæli ITA.

Það er ósk ITA að þessi bæklingur sýni breidd jarðgangagerðar í aðildarlöndum félagsins. ITA óskar því eftir álitlegum myndum frá jarðgangagerð, eða jarðgöngum sem prýtt gætu bæklinginn.

Ég er viss um að margir félagar hér inni eru með góðar myndir frá Íslenskum göngum sem við getum sent til ITA.

Myndir sendist til jgfi@jgfi.is

Frestur 11. janúar kl 12.00, 2024



.