Aðalfundur JGFÍ 14.Nóvember 2024
Sælir félagar í JGFÍ og aðrir áhugasamir,
Aðalfundur félagsins verður haldinn 14. nóvember, næstkomandi, kl. 15:00 til 17:00. Fundarstaður verður hjá Vegagerðinni í Suðurhrauni 3, Garðabæ.
Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum verður röð fyrirlestra um áhugaverð efni.
Dagskrá aðalfundar:
- 15:00 til 15:15 - Aðalfundarstörf
- Skýrsla stjórnar
- Önnur mál
- 15:15 til 15:30 - Kaffiveitingar
- 15:30 til 17:00 - Fyrirlestrar
- Stokkur í miðbæ Oslóar, Einar Helgason hjá Veidekke
- Kynning á verkefnum hjá LNS AS, Frode Nilsen stjórnarformaður hjá LNS Noregi
- Miklubrautar-jarðgöng, Efla
- Búrfell I, tæming fallpípu og ástandsskoðun, Sigurður Einar, LV
Fundurinn (erindin) verður einnig á Teams, en við mælum samt eindregið með að sem flestir komi á staðinn, enda tilvalið að hitta aðra félaga, ræða málin og fá sér kaffi með.
Dagskrá verður ákveðin á staðnum. Þar sem um er að ræða fjóra áhugaverða fyrirlestra, má búast við að fundartími verði lengri en áætlað, þar sem tækifæri gefst til umræðna milli fyrirlesara og fundargesta eftir skipulagða dagskrá.
F.h. stjórnar JGFÍ