Aðalfundur JGFÍ 27.Nóv 2025

Sælir félagar í JGFÍ og aðrir áhugasamir.

 

Aðalfundur Jarðgangafélags Íslands verður haldinn 27. nóvember, næstkomandi, kl. 15:00 til 17:00.

Fundarstaður verður hjá Vegagerðinni í Suðurhrauni 3, Garðabæ.

 

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum verða tvö virkilega áhugaverð erindi, sjá dagskrá.

 

Dagskrá aðalfundar:

15:00 til 15:20  -  Aðalfundarstörf

  • Skýrsla stjórnar
  • Önnur mál

15:30 til 16:00  -  Helle Nilsen: Jarðgangagerð LNS fyrir laxeldi Andfjord Salmon í Noregi.

 

16:00 til 16:15  -  Kaffiveitingar

 

16:15 til 16:55  -  Ágúst Guðmundsson: Jarðfræði við jarðganganet Kárahnjúkavirkjunar og framvinda gangagerðar með hliðsjón af jarðfræðilegum aðstæðum.

 

17:00  -  Fundi slitið.

 

Fundurinn (erindin) verður einnig á Teams en við mælum samt eindregið með að sem flestir komi á staðinn, enda tilvalið að hitta aðra félaga, ræða málin og fá sér kaffi með.

 

F.h. stjórnar JGFÍ,

ImageText