Lög Jarðgangafélags Íslands

 
1. gr.
Félagið heitir Jarðgangafélag Íslands, á ensku Icelandic Tunnelling Society og á norrænu Islandsk Tunnel Forening.
Hlutverk félagsins er:
a) að vera vettvangur fræðslu og upplýsingamiðlunar á öllum fagsviðum sem tengjast jarðgangagerð af öllu tagi
b) að vera hinn formlegi aðili fyrir Íslands hönd að alþjóða jarðgangafélaginu (ITA)
c) að halda utan um þátttöku og samstarf við jarðganganefnd norræna vegasambandsins
(NVF)


2. gr.
Í félaginu geta verið stofnanir og fyrirtæki sem hagsmuna eiga að gæta í sambandi við
jarðgangagerð, svo og einstaklingar með faglega þekkingu og reynslu á þessu sviði. Nýja meðlimi skal samþykkja á aðalfundi.


3. gr.
Í stjórn félagsins skulu vera fjórir menn, formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri. Þeir skulu
kosnir á aðalfundi til þriggja ára í senn.


4. gr.
Aðalfund skal halda árlega að hausti. Á aðalfundi leggur stjórnin fram skýrslu um starfsemi
félagsins á undangengnu ári, ennfremur reikninga félagsins og fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Aðalfund skal boða skriflega með eigi skemmri en viku fyrirvara. Aðra fundi félagsins skal kalla
saman þegar stjórn þykir ástæða til. Formaður stjórnar fundum en varaformaður í fjarveru hans.
Fundir eru ekki lögmætir nema mættir séu fimm eða fleiri meðlimir. Afl atkvæða ræður úrslitum
í öllum málum nema lagabreytingum.


5. gr.
Stjórn félagsins útnefnir fulltrúa til að sjá um formleg samskipti við ITA og NVF. Stjórnin
útnefnir einnig fulltúa á þing ITA eftir atvikum.


6. gr.
Fjár til reksturs félagsins skal afla með félagsgjöldum. Félagsgjöld greiða einungis stofnanir sem
eiga hagsmuna að gæta og fyrirtæki sem koma að jarðgangagerð en ekki einstaklingar.
Félagsgjöld skal ákveða á aðalfundi. Landsvirkjun og Vegagerðin greiða fjórfalt árgjald á við
aðra.


7. gr.
Lögum þessum verður ekki breytt nema á aðalfundi. Breytingartillögur skal stjórn boða með
aðalfundarboði. Breytingartillaga telst eigi samþykkt nema ¾ fundarmanna eða fleiri greiði henni atkvæði.
Lög þessi voru samþykkt upphaflega á stofnfundi félagsins 18. mars 1974 og breytt á aðalfundi
1988 og aftur á aðalfundi 2013.